Video rekkinn

Video Rekkinn er þáttur sem kemur út alla mánudaga í umsjón Hildar og Ragnars. Í hverjum þætti förum við yfir eina bíómynd sem tengist á einhvern hátt síðasta þætti — allt frá klassískum myndum til furðulegra perla. Við erum engir sérfræðingar, bara bíónördar sem finnst gaman að ræða það sem tekst vel (og ekki svo vel) í myndunum. Fylgist endilega með á Facebook-síðu Video Rekkans: https://www.facebook.com/videorekkinn

Listen on:

  • Apple Podcasts
  • Podbean App
  • Spotify
  • Amazon Music
  • iHeartRadio
  • PlayerFM
  • Podchaser

Episodes

Monday Apr 08, 2024

Dulmálssérfræðingur leitar af fjársjóð sem fjölskylda hans hefur leitað í árhundruðir og var falin af frímúrurum sem voru líka einir af landsfeðrum Bandaríkjanna. Algjör klassísk negla sem höfðar til gjörsamlega allra...í það minnsta flestra!

Monday Apr 01, 2024

Einmana svikahrappur með áráttuheggðun fær tækifæri til að kynnast dóttir sinni sem hann vissi ekki að væri til. 
Hér er á ferðinni mynd sem lætur lítið fyrir sér fara en inniheldur algjörar sleggju leikstjóra, sleggu tónsmíðar og síðast en ekki síst sleggju leikarar.Cage upp á sitt allra besta!

Monday Mar 25, 2024

Handritshöfundur með brotna sjálfsmynd fær það verkefni að skrifa handrit eftir bók um mann sem elskar orkidíur. Stórleikarar í hverju hlutverki, sumir í fleiri en einu hlutverki, hér eru tilfinningar, tilvistarkreppa, húmor, en bara umfram allt bara frábær mynd. 

Monday Mar 18, 2024

Bílaþjófur fer á eftirlaun en neyðist til að komast aftur í bransan þegar bróðir hans klúðrar málunum. Hér er mikið af málm, timburelskandi vondum bretum, slæmar hárgreiðslur, mikið litaleiðrétt og margt fleira furðulegt. Allt þetta og mikið meira í þessum þætti af Video Rekkanum

#8 Nicolas Cage - 8MM

Monday Mar 11, 2024

Monday Mar 11, 2024

Spæjari í óhamingjusömu hjónabandi fær það verkefni að finna stúlku sem mögulega var drepin á hrottalegan hátt. Hér er mikið myrkur, mikið ofbeldi, mikið af furðulegri tónlist, mikið af tilfinningum. Þetta er mikið fleira í þessum þætti Video Rekkans um ræmuna 8MM. 

Monday Mar 04, 2024

Áfengi, meira áfengi og svo aðeins meira áfengi einkennir þessa mynd. En fyrst og fremst er þetta dramatísk ástarsaga. Nicolas Cage og Elisabeth Shue fara gjörsamlega á kostum. Leaving Las Vegas er mynd sem sannar að þú þarft ekki alla heimsins peninga til að sigra heiminn. 
 
 

Monday Feb 26, 2024

Ekkja fyrrum Bandaríkjaforseta er umsetin á eigin heimili af leyniþjónustu Bandaríkjanna. Hún er bitur, sorgmædd og hrædd.
Tess og Doug, leikinn af okkar manni Nicolas cage, ná heldur betur að kenna hvort öðru  ýmislegt. Þvílík vinátta, þvílík mynd.
Hin vanmetna, hin hugljúfa, hin fyndna,  Guarding Tess. Allt þetta og meira til í nýjasta þætti Video Rekkans
 
 

Monday Feb 19, 2024

Snákaskinsjakki, Elvis, Marilyn Monroe, silfurpeningar, skrítnir hreimar, falleg ástarsaga eða eitt það furðulegasta sem hefur sést á hvíta tjaldinu. Þetta og svo margt fleira í lengsta þættinu til þessa af Video Rekkanum. 

Monday Feb 12, 2024

Starfsmaður bókaútgáfu fer á stefnumót sem dregur dilk á eftir sér, sennilega ein sú furðulegasta hingað til. Hér er allt til alls, gerviblóð, gervi leðurblökur, gervitennur og margt annað gervilegt...

#3 Nicolas Cage - Moonstruck

Monday Feb 05, 2024

Monday Feb 05, 2024

Einhentur bakari verður ástfanginn af unnustu lúsera bróður síns, Cher sér eitthvað við Cage, mikið að ræða, mikið af staðreyndum. 

Copyright 2024 All rights reserved.

Podcast Powered By Podbean

Version: 20241125