Video rekkinn
Video Rekkinn er þáttur sem kemur út alla mánudaga í umsjón Hildar og Ragnars. Í hverjum þætti förum við yfir eina bíómynd sem tengist á einhvern hátt síðasta þætti — allt frá klassískum myndum til furðulegra perla. Við erum engir sérfræðingar, bara bíónördar sem finnst gaman að ræða það sem tekst vel (og ekki svo vel) í myndunum. Fylgist endilega með á Facebook-síðu Video Rekkans: https://www.facebook.com/videorekkinn
Episodes

Monday Feb 26, 2024
Monday Feb 26, 2024
Ekkja fyrrum Bandaríkjaforseta er umsetin á eigin heimili af leyniþjónustu Bandaríkjanna. Hún er bitur, sorgmædd og hrædd.
Tess og Doug, leikinn af okkar manni Nicolas cage, ná heldur betur að kenna hvort öðru ýmislegt. Þvílík vinátta, þvílík mynd.
Hin vanmetna, hin hugljúfa, hin fyndna, Guarding Tess. Allt þetta og meira til í nýjasta þætti Video Rekkans

Monday Feb 19, 2024
Monday Feb 19, 2024
Snákaskinsjakki, Elvis, Marilyn Monroe, silfurpeningar, skrítnir hreimar, falleg ástarsaga eða eitt það furðulegasta sem hefur sést á hvíta tjaldinu. Þetta og svo margt fleira í lengsta þættinu til þessa af Video Rekkanum.

Monday Feb 12, 2024
Monday Feb 12, 2024
Starfsmaður bókaútgáfu fer á stefnumót sem dregur dilk á eftir sér, sennilega ein sú furðulegasta hingað til. Hér er allt til alls, gerviblóð, gervi leðurblökur, gervitennur og margt annað gervilegt...

Monday Feb 05, 2024
Monday Feb 05, 2024
Einhentur bakari verður ástfanginn af unnustu lúsera bróður síns, Cher sér eitthvað við Cage, mikið að ræða, mikið af staðreyndum.

Monday Jan 29, 2024
Monday Jan 29, 2024
Þáttastjórnendur kryfja hina súrealísku cult classic Raising Arizona, slapstick farsi með djúpum undirtón.

Monday Jan 22, 2024
Monday Jan 22, 2024
Þáttastjórnendur kryfja hina stórkostlegu mynd Valley Girl, sannkölluð áttunda áratugs veisla. V laga bringuhár, brjóst, frat boys og rauðir gallar. Þessi mynd hefur allt!