Video rekkinn

Video Rekkinn er þáttur sem kemur út alla mánudaga í umsjón Hildar og Ragnars. Í hverjum þætti förum við yfir eina bíómynd sem tengist á einhvern hátt síðasta þætti — allt frá klassískum myndum til furðulegra perla. Við erum engir sérfræðingar, bara bíónördar sem finnst gaman að ræða það sem tekst vel (og ekki svo vel) í myndunum. Fylgist endilega með á Facebook-síðu Video Rekkans: https://www.facebook.com/videorekkinn

Listen on:

  • Apple Podcasts
  • Podbean App
  • Spotify
  • Amazon Music
  • iHeartRadio
  • PlayerFM
  • Podchaser

Episodes

4 days ago

Í þætti dagsins ræðum við ótrúlega húð Brad Pitt ( er hún góð eða ekki?) ✨, mögulega bresti Brad Pitt og alls kyns annað Brad Pitt-tengt 🎥. Við fjöllum frjálslega um dyraöt og hversu langt má ganga í að hræða börn sem stunda þá iðju 🤨. Við tökum líka púlsinn á leiðinlegu fólki í lystigörðum 🎢🙃, seinagang verktaka og margt fleira.
En stærsti hluti þáttarins fer í bíómyndina F1 🏎️💥, sem lætur okkur ekki gleyma að hún er einmitt… bíómynd 🎬 ( The Movie).
 
Allt þetta og meira til í pakkaðri útgáfu af Video Rekkanum! 📦🎙️

Monday Jun 23, 2025

Í þætti vikunnar ræðum við kolefnissporið við að vera til 🌍, einkaflugvélar ✈️, fegurð fótboltafólks ⚽😍, kött með Hitlerskegg og hvort það sé í lagi að hlutgera fólk í opinberum störfum 🏛️🤔.
 
Stærstur hluti þáttarins fer þó í að ræða hina umdeildu 😮, áhrifaríku 🎥 og ótrúlega fallegu ✨ 28 Years Later.

Monday Jun 16, 2025

Í þætti vikunnar 📻 ræðum við bókmenntahugmyndirnar sem Raggi er að þróa 📚 og kíkjum á nýja upptökubúnaðinn okkar 🎙️. Við förum líka vel yfir teiknimyndastikklur 🎞️ og höfum ýmislegt um þær að segja 💭.
 
Að lokum segjum við frá bíóferðinni okkar í Laugarásbíó 🍿 á How to Train Your Dragon 🐉 og spjöllum um hvað okkur fannst um myndina og upplifunina í heild 🎬.

Monday Jun 09, 2025

Í stútfullum þætti vikunnar tökum við púlsinn á kristilegum gildum ✝️, veltum fyrir okkur merkingu Hvítasunnu 🕊️ og rifjum upp hvað nákvæmlega gerðist þá, eða að minnsta kosti gerum heiðarlega tilraun til þess. Við skoðum líka munin á stemningunni í laugardagsbíó vs fimmtudagsbíó 🎬 og minnumst bílamenningar unglingsáranna og alls konar karakterum úr æsku tengdum bílamenningu 🚗😅.
En stærstur hluti þáttarins fer í að fjalla um Ballerina, nýjustu spennumyndina í John Wick heiminum 🔫🩰 – fimmta myndin í röðinni.
Popp, kók og podcast 🍿🥤🎧 – það er okkar mantra.
Allt þetta og meira til í nýjasta þætti Video Rekkans! 📼🔥

Monday Jun 02, 2025

Í þætti vikunnar 🎧 ræðum við nýliðinn sjómannadag ⚓, yfirspennta VÆB-bræður 🎤, börn á háhesti 🐎, harða heiminn sem fylgir því að eiga börn í maímánuði 👶🌷 og margt fleira 🤯.
 
Öllu þessu blöndum við saman við umfjöllun okkar um nýjustu mynd Wes Anderson, The Phoenician Scheme 🎬.

Monday May 26, 2025

Í dag tökum við sólina ☀️ fyrir enn og aftur — sérstaklega hvernig hún hefur áhrif á fólk og íþróttalíf ⚽️. Við ræðum drykkjuvenjur Íslendinga 🍻, hvort sem það er á menningarviðburðum 🎭 eða íþróttaleikjum 🏟️. Þá köfum við djúpt í Vísindakirkjuna 🛸 (það er eiginlega óhjákvæmilegt), og endum á nýjustu Mission: Impossible myndinni 🎬 Final Reckoning 💥.

Sunday May 18, 2025

Í þætti dagsins kemst lítið annað að ☀️ en góða veðrið, Eurovision-pólitík 🇪🇺, klassískt menntaðir söngvarar 🎤 og dauðsföll 💀 — þar á meðal þau í Final Destination: Bloodlines 🔪.

Monday May 12, 2025

Í þætti vikunnar fórum við yfir vorið 🌼, hvað það gefur, ofbeldissambandið sem við eigum við íslenskt veðurfar 🌧️ og margt fleira. Þessu öllu blöndum við saman við umfjöllun okkar um hasarmyndina Shadow Force 💥 með drottningunni Kerry Washington 👑 og franska hjartaknúsaranum Omar Sy 💘.

Tuesday May 06, 2025

Í þætti dagsins förum við yfir veikindi 🤒, Bæjaraland 🏘️, prófkvíða 📚😬, kvíða almennt 😵‍💫 og fjallgöngur sem mögulega valda enn meiri kvíða 🏔️😰. Við minnumst örlítið á The Accountant 2 💼🔫, en eyðum mestu púðri í Thunderbolts ⚡— nýjustu Marvel-myndina sem við vitum lítið um 🤷‍♂️, en höfum sterkar skoðanir á engu að síður 🎬🔥.

Monday Apr 28, 2025

Í þætti vikunnar ræðum við sænsku leiðina í samböndum 🇸🇪💑, sumargjafir 🎁 og sólarkaffipönnukökur 🥞, sjálfsafgreiðslukassa 🤖 og eitt pirrandi vandamál sem flestir þekkja – að velja bíómynd með fjölskyldunni 🎬👨‍👩‍👧‍👦.
 
Að lokum vefjum við þessu öllu saman í umfjöllun okkar um hina hasarmiklu 💥, blóðugu 🩸 og erótísku 💃 Sinners (2025).

Copyright 2024 All rights reserved.

Podcast Powered By Podbean

Version: 20241125