Video rekkinn

Video Rekkinn er þáttur sem kemur út alla mánudaga í umsjón Hildar og Ragnars. Í hverjum þætti förum við yfir eina bíómynd sem tengist á einhvern hátt síðasta þætti — allt frá klassískum myndum til furðulegra perla. Við erum engir sérfræðingar, bara bíónördar sem finnst gaman að ræða það sem tekst vel (og ekki svo vel) í myndunum. Fylgist endilega með á Facebook-síðu Video Rekkans: https://www.facebook.com/videorekkinn

Listen on:

  • Apple Podcasts
  • Podbean App
  • Spotify
  • Amazon Music
  • iHeartRadio
  • PlayerFM
  • Podchaser

Episodes

Monday Jan 20, 2025

Janúarþunglyndið nær hámarki 😞, svo við ræðum depurð 🫤, kvikmyndasýningar 🎥, Bob Dylan 🎸 og hvort orðið gleðikona eða m#lla eigi betur við 🤔. Meðfram þessu förum við yfir hina sígildu Police Academy frá 1984 👮‍♂️ – nostalgíuna 🕰️, skyldubrjóst áttunda áratugarins 👗 og margt fleira.
 
Allt þetta og meira í þessum þætti af Video Rekknum! 🎬✨

Monday Jan 13, 2025

Í nýjasta þætti Video Rekkans er fjallað um óvenjulega ástríðu Hildar fyrir þorrablótum 🥩🍻, endalausa janúarþungann ❄️⏳ og hina gleðilegu 90’s gamanmynd First Wives Club 🎥✨. Dívurnar þrjár fá sína umfjöllun fram og til baka, enda ekki mikið annað að gera þegar handritið er hálfgerður klúður 📄🤦‍♀️ og þorrinn af myndinni hálf leiðinlegur… 😴🎬
 
Allt þetta og meira til í nýjasta þætti Video Rekkans! 🎧🔥

Monday Jan 06, 2025

Í þessum þætti fórum við um víðan völl og ræddum að sjálfsögðu um Judy Benjamin, ofdekruðu prinsessuna hans pabba síns 👑, Henrí, frakkann sem er fullur af sjálfum sér 🇫🇷, vonda eiginmenn 😡 og hártískuna 💇‍♀️.
 
Auk þess voru jólin gerð upp 🎄, kalkúnadrama á gamlárs rifjað upp 🍗 og farið yfir helstu atriði sem vert er að muna í janúar 🗓️.
 
Allt þetta og meira til í umræðum um áttunda áratugs klassíkina Private Benjamin 🎥!
 

Monday Dec 30, 2024

Eins og allir þættir sem bera vott af smá sjálfsvirðingu, erum við auðvitað með sérstakan áramótaþátt! Við förum yfir lykilatriði þess að vera gestur í áramótateiti, hvað þarf að hafa í huga við eldun kalkúns, og margt fleira.
Þetta er eins og ef Vikan með Gísla Marteini og útvarpsþátturinn Milli Mjalta og Messu ættu saman barn, útkoman yrði cirka þessi þáttur👀 🦃🎉🎇
 
Endilega hlustið og njótið! 🎉

Monday Dec 23, 2024

Jú, góðir hálsar, lífið er svo sannarlega dásamlegt. Ef þið eruð í einhverjum vafa um það, gefið ykkur 2 tíma og 10 mínútur og skyggnist inn í líf Georgs Bailey og fjölskyldu hans. Ég get lofað því að vafinn hverfur út í veður og vind.
 
Videórekkinn fjallar að þessu sinni um meistaraverkið It’s a Wonderful Life úr smiðju Frank Capra og lýkur þar með sérstakri jólaniðurtalningu. Horfið, hlustið og leyfið jólaandanum að koma til ykkar! 🎄

Monday Dec 16, 2024

Munaðarlaus drengur skríður óvart í poka sjálfs jólasveinsins og er fluttur til Norðurpólsins, þar sem hann er alinn upp sem álfur. Í leit sinni að sínum rétta föður leggur Álfurinn af stað í gegnum jólastafaskó, yfir bómullarjökull og yfir hafið, og loks Lincoln göngin. Framhaldið af þessari sögu fjöllum við um í sjöunda þætti Video Rekkans, dömur mínar og herrar…
🧝🏻🎅🏻ELFFFFF!!!!!!!🧝🏻🎅🏻

Monday Dec 09, 2024


Það er desember og Clark Griswold er staðráðinn í að skapa fullkomin jól fyrir fjölskylduna sína – og gestina, bæði boðna og óboðna.
Allt um þetta, jólaundirbúninginn, jólaandann og óvænt ævintýri í nýjasta þætti Video Rekkans!

Monday Dec 02, 2024

✨ Amanda og Iris eru bæði búin að fá nóg af ástarsorg og ákveða að skipta um hús yfir jólin – önnur fer úr ensku sveitinni í til Los Angeles, hin úr borginni í notalegu sveitasæluna. 🔄 Það sem átti að vera rólegt frí verður allt annað þegar jólakrafturinn og ástin taka völdin! 💞🎄
 
Í þessum þætti Jóla Video Rekkans förum við yfir þessa dásamlegu og fyndnu jólamynd sem pakkar inn rómantík með slaufu. 🎁✨

Monday Nov 25, 2024

Jack, leiðtogi Hrekkjavökubæjar, er orðinn þreyttur á hinu síendurtekna hlutverki sínu sem kóngur hrekkjavökunnar og þráir eitthvað nýtt og spennandi. Á sama tíma er Sally, sem býr undir oki skapara síns, fangelsuð af sínum eigin takmörkunum og þráir frelsi og sjálfstætt líf.
 
Í þessum nýjasta þætti Jóla Video Rekkans fjöllum við um þessa heillandi sögu, þar sem draumar, ævintýri og andi jólanna fléttast saman.

Monday Nov 18, 2024

Jólamynd, ekki jólamynd, það er spurningin....reyndar ekki ef þú spyrð okkur. Frekari lýsingar óþarfi!🎄Allt þetta og meira til í þessum þætti Video Rekkans!!

Copyright 2024 All rights reserved.

Podcast Powered By Podbean

Version: 20241125