Video rekkinn
Video Rekkinn er þáttur sem kemur út alla mánudaga í umsjón Hildar og Ragnars. Í hverjum þætti förum við yfir eina bíómynd sem tengist á einhvern hátt síðasta þætti — allt frá klassískum myndum til furðulegra perla. Við erum engir sérfræðingar, bara bíónördar sem finnst gaman að ræða það sem tekst vel (og ekki svo vel) í myndunum. Fylgist endilega með á Facebook-síðu Video Rekkans: https://www.facebook.com/videorekkinn
Episodes

Monday Sep 02, 2024
Monday Sep 02, 2024
Áhöfnin á geimskipinu Nostromo svarar neyðarkalli og lendir í algjörri martröð þegar óboðinn farþegi kemur um borð. Fljótlega er morðóð skepna laus í skipinu, og það er undir Ellen Ripley komið að lifa af. Spenna, skelfing og köttur.

Monday Jul 29, 2024
Monday Jul 29, 2024
Alríkisfulltrúin Lee Parker þarf að taka á honum stóra sínum þegar reynir að handsama goðsagnakennda, Longlegs, persónu sem leikur lausum hala.
Tryllir, tár, öskur, myndvinnsla, hljóðsvinna, leiksjtórn, leikur, tilfinningar og síðast en ekki síst BÍÓ!Allt þetta og meira til í þessum sérstaka aukasumarkæting.

Monday Jun 03, 2024
Monday Jun 03, 2024
Hér eru lýsingar óþarfi, það þekkja allir tímamótaverkin sem hér eru undir The Rock, Face Off og Con Air🔥
En nú er þetta búið í bili milli okkar og Nicolas Cage. Við kveðjum hann með þessum síðasta þætti um hann í bili, og hlökkum til að kanna önnur spennandi viðfangsefni í framhaldinu.

Monday May 27, 2024
Monday May 27, 2024
Sjúkraflutningarmaður berst við andleg veikindi vegna mikillar streitu í vinnunni. Við fylgjumst með andlegri hnignun Franks á ferðalagi sínu um götur New York borgar þar sem hann reynir sitt besta að bjarga lífum þeirra sem minna mega sín.
Allt við þessa mynd ætti að segja okkur að þetta sé meistarastykki, skrifuð eftir metsölubók, handritið á gæjinn sem gerði Taxi Driver og Raging Bull, leikstjórinn er Martin Scorsese og leikararnir eru allir í hæsta gæðaflokki.
Tekst þetta? Hver veit. Komist að því í þessum þætti af Video Rekkanum.

Monday May 20, 2024
Monday May 20, 2024
Kvikmyndastjarna leggur leið sína til Mallorca til að taka þátt í afmælishátíð óþekkts milljarðamærings. En allt er ekki sem sýnist; áður en langt um líður, er stjarnan komin á kaf í flókinn lygavef bandarísku leyniþjónustunnar og reynir í örvæntingu að bjarga dóttur pólitíkuss.
Myndin er á sama tíma spennuþrungin hasarmynd, ævintýraferð, gamanmynd, djúpstæð drama, andrúmsþrungin spennumynd og rómantísk ástarsaga. Allt þetta og meira til í þessum þætti Video Rekkans.

Monday May 13, 2024
Monday May 13, 2024
Einsetubúi nokkur lendir í kröppum dansi þegar trufflusvíninu hans er stolið um miðja nótt, af óprúttnum aðilum, og hann neyðist til fara aftur til borgarinnar í samfélag mannanna í leit að sínu ástkæra svíni.
Það mætti að segja að hér væri á ferðinni endurgerð af John Wick, nema núna er hann kokkur og leynisvopnið hans eru bragðlaukar frekar en ofbeldi.

Monday May 06, 2024
Monday May 06, 2024
Skógarhöggsmaður lendir í kröppum dansi þegar ofsatrúarhippacult fær afbriðgilegan áhuga á konunni hans. Hér blandast saman stórkostleg tónlist Jóhanns Jóhannssonar og listileg kvikmyndataka Panos Cosmatos.Hér eru ofboðslega mikið af litum, ofboðslega mikið af blóði, ofboðslega mikið af litaleiðréttingu, ofboðslega mikið að dauða og myrki.Hér er mynd sem engin hefði/ætti að láta framhjá sér fara og svo náttúrulega hlusta á þennan þátt :)

Monday Apr 29, 2024
Monday Apr 29, 2024
Lærlingur Merlins fær það verkefni að finna arftaka læriföður síns, en það er eina leiðin til að bjarga heiminum frá glötun. Þetta er í senn ástarsaga og ævintýri, hvað gæti mögulega klikkað!Þið getið komist að því í nýjasta þætti Video Rekkans.

Monday Apr 22, 2024
Monday Apr 22, 2024
Töframaður með ofurkrafta verður miðdepill aðgerða FBI til að stöðva kjarnorkusprengju sem hryðjuverkamenn ætla að sprengja í miðborg Los Angeles. Hér er olíuborinn húð, brjóstaskorurnar halda áfram, hárið heldur áfram að vera furðulegt og síðast en ekki síst ekki örvænta, vondu kallarnir eru þýskir...Allt þetta og meira til í þessum þætti!

Monday Apr 15, 2024
Monday Apr 15, 2024
Bældur drengur í tilvistarkreppu gerir svona eiginlega næstum því samning við kölska, sem á eftir að draga dilk á eftir sér, svolítið eins og Sæmundur Fróði í Svartaskóla.En í þessari sögu birtast okkur magavöðvar, brjóstaskorur, biblíusögur, voldugt yfirvaraskegg og margt fleira.Allt þetta og meira til í þessum þætti af Video Rekkanum