Video rekkinn

Video Rekkinn er þáttur sem kemur út alla mánudaga í umsjón Hildar og Ragnars. Í hverjum þætti förum við yfir eina bíómynd sem tengist á einhvern hátt síðasta þætti — allt frá klassískum myndum til furðulegra perla. Við erum engir sérfræðingar, bara bíónördar sem finnst gaman að ræða það sem tekst vel (og ekki svo vel) í myndunum. Fylgist endilega með á Facebook-síðu Video Rekkans: https://www.facebook.com/videorekkinn

Listen on:

  • Apple Podcasts
  • Podbean App
  • Spotify
  • Amazon Music
  • iHeartRadio
  • PlayerFM
  • Podchaser

Episodes

Monday Dec 02, 2024

✨ Amanda og Iris eru bæði búin að fá nóg af ástarsorg og ákveða að skipta um hús yfir jólin – önnur fer úr ensku sveitinni í til Los Angeles, hin úr borginni í notalegu sveitasæluna. 🔄 Það sem átti að vera rólegt frí verður allt annað þegar jólakrafturinn og ástin taka völdin! 💞🎄
 
Í þessum þætti Jóla Video Rekkans förum við yfir þessa dásamlegu og fyndnu jólamynd sem pakkar inn rómantík með slaufu. 🎁✨

Monday Nov 25, 2024

Jack, leiðtogi Hrekkjavökubæjar, er orðinn þreyttur á hinu síendurtekna hlutverki sínu sem kóngur hrekkjavökunnar og þráir eitthvað nýtt og spennandi. Á sama tíma er Sally, sem býr undir oki skapara síns, fangelsuð af sínum eigin takmörkunum og þráir frelsi og sjálfstætt líf.
 
Í þessum nýjasta þætti Jóla Video Rekkans fjöllum við um þessa heillandi sögu, þar sem draumar, ævintýri og andi jólanna fléttast saman.

Monday Nov 18, 2024

Jólamynd, ekki jólamynd, það er spurningin....reyndar ekki ef þú spyrð okkur. Frekari lýsingar óþarfi!🎄Allt þetta og meira til í þessum þætti Video Rekkans!!

Monday Nov 11, 2024


Innbrotsþjófur frá New York lendir óvart í áheyrnaprufum fyrir bíómynd og er shanghæaður til Los Angeles, þar sem ýmislegt á eftir að gerast – eiginlega svo mikið að það er erfitt að koma því í orð. En þetta er í senn ástarsaga, reifari, jólamynd og löggumynd. Hér er á ferðinni eitt af gleymdu meistaraverkunum, ein af þessum sem allir þurfa að sjá.
 
🎄🤶🎅🏻Allt um þetta og meira til í þessu þætti Video Rekkans🎅🏻🤶🎄
 
 
 

Monday Nov 04, 2024

Meredith Morton kemur í fyrsta sinn í jólaboð hjá fjölskyldu kærastans síns, Everett Stone. Hún er formleg, með alla hluti skipulagða og er á alla mælikvarða mjög, mjög stíf, en fjölskylda hans er eiginlega algjör andstæða.
Frá fyrstu kynnum finnst Stone-fjölskyldunni erfitt að tengjast Meredith og þessi jólaferð Meredith á eftir að draga dilk á eftir sér.Hér er fyrsti þáttur sérstakrar jólaseríu Video Rekkans🎅🏻🤶🎉

Monday Oct 28, 2024

200 árum eftir atburði Alien 3 er Ripley endurlífguð með klónatækni og hefur nú ofurkrafta.
Það er sem táningsdrengur hafi fengið frjálsar hendur að skrifum handritsins og svo hafi einhver ákveðið að fá franskan listrænan leikstjóra til að taka við leikstjórninni. Það er smá snilld í gangi, smá ekki, og eitthvað þarna mitt á milli.
Þetta er síðasta skipti hingað til sem Sigourney Weaver fer í hlutverk Ripley, en 100% síðasti þáttur Video Rekkans um hina hávöxnu og hæfileikaríku Sigourney Weaver.

Monday Oct 21, 2024

Frægur réttarsálfræðingur sem sérhæfir sig í hegðun raðmorðingja verður fyrir hræðilegri árás frá einum slíkum og þróar í kjölfarið með sér víðáttufælni, sem heldur henni föngnum í eigin íbúð. Þegar nýr raðmorðingi byrjar að herma eftir glæpum fyrri morðingja, neyðist hún, þrátt fyrir eigin ótta, til að aðstoða lögregluna við að upplýsa málið.Hér er á ferðum ein af gleymdum mini smellum níunnar, svo er bara spurning hvort hún hefði kannski bara átt að gleymast....🤷

#28 Sigourney Weaver- Dave

Monday Oct 14, 2024

Monday Oct 14, 2024

Dave er venjulegur maður sem lendir óvart í hlutverki forseta Bandaríkjanna eftir að alvöru forsetinn, sem er tvífari hans, fær heilablóðfall. Fyrst hélt hann að þetta yrði auðvelt – bara að brosa og veifa – en fljótlega kemst hann að því að vika getur verið ansi langur tími í pólitík.
 
Klassísk snemm-níutíu bíósmellur sem gæti hafa fallið í gleymskunnar dá! Hér er mikil pólitík, mikil sál, smá ást, margar snyrtilegar grasflatir, mikið af mahóní og síðast en ekki síst mikil gleði!

Monday Oct 07, 2024

Ung kona á uppleið í New York. Hér eru axlapúðar, mikið hár, mikið af litum, mikið af hjartaknúsurum, mikið af undirfötum, mikið af svikum. Hér fær áttundi áratugurinn að skína sínu allra skærasta.
 
👩‍❤️‍💋‍👨Allt þetta og meira til í þessum þætti Video Rekkans.👩‍❤️‍💋‍👨

Monday Sep 30, 2024

Þetta er saga konu sem fer til Afríku til að rannsaka górillur. Hún verður vinur górillanna, en óvinur alls samfélagsins í kringum sig.
 
Hér er vinátta, mannlegur harmleikur, skrítnar þráhyggjur, kurteisir Bretar, nýlendustefnan, górillur - bæði vélknúnar og af holdi og blóði.
 
🐵🎥Hér er ein af neglum áttunnar, en spurningin er bara, hefur hún elst vel…?🎥🐵

Copyright 2024 All rights reserved.

Podcast Powered By Podbean

Version: 20241125